Haukar mæta ÍA á Akranesi á morgun kl. 19:00 í seinni viðureign liðanna í deildinni en fyrri leikurinn endaði með 3-2 sigri Hauka. Haukar sitja sem fastast í 2.sæti deildarinnar fyrir leikinn en ÍA í því 10.sæti í harðri fallbaráttu.
Haukamenn eru eins og fyrr segir í öðru sæti deildarinnar með 28 stig þegar aðeins sjö umferðir eru eftir og myndi sigur á ÍA gera mikið fyrir okkar lið. Nokkuð hefur verið um meiðsli á liði Hauka í sumar en svo virðist sem að flest allir leikmenn liðsins verði leikhæfir á morgun en Hilmar Geir Eiðsson hefur ekki getað spilað síðustu tvo leiki svo þurfti Hilmar Rafn Emilsson að fara útaf í hálfleik í síðasta leik vegna höfuðhöggs en þeir ættu að vera heilir á morgun.
ÍA hefur ekki átt góðu gengi að fagna síðan að þeir duttu niður í 1.deild og sitja í 10. sæti deildarinnar með aðeins 17 stig. Nokkrar breytingar hafa orðið á liðinu frá því þeir mættu Haukum í fyrri umferðinni, þjálfari skipti hafa orðið á liðinu og hafa þeir fengið Igor Pesic til liðs við sín en hann spilaði með ÍA fyrir nokkrum árum með góðum orðstýr. Einnig hafa þeir endurheimt Pál Gísla í markinu en hann hefur verið meiddur í þónokkra mánuði.
Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið og því má búast við spennandi viðureign á morgun og um að gera að vinda sér á skagann og styðja okkar menn.
– Skrifað af: Þórði Jóni