Nú eru kominn inn á vef Hafnarfjarðarbæjar umsóknir um sumarstörfin. Um er að ræða hefðbundin sumarstörf á leikjanámskeiðum, íþróttafélögum, viðhaldsverkefnum bæjarins og hjá félagasamtökum, slóðin er https://radningar.hafnarfjordur.is/recruitmentdmz/rcf3/Default.aspx
Við auglýsum síðan í lok apríl sumarstörf fyrir nemendur í 8. – 10. bekk
Eingöngu þeir sem sækja um í gegnum þetta kerfi fá sumarvinnu í sumar og fresturinn rennur út 6. apríl.
Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða starfsfólk til sumarstarfa.
Lágmarksaldur umsækjenda fyrir eftirfarandi störf er 21 árs (fæddir 1995)
Flokksstjórar í Vinnuskóla
Leiðbeinendur á íþrótta- og leikjanámskeiðum
Leiðbeinendur í skólagörðum
Aldur umsækjenda í eftirfarandi störf 18-20 ára (fæddir 1996-1998)
Garðyrkju- og umhverfisflokka
Aldur umsækjenda í eftirfarandi störf er 17-20 ára (1996-1999)
Aðstoðarleiðbeinendur á íþrótta- og leikjanámskeiðum
Sótt er um sumarstörf rafrænt á www.hafnarfjordur.is.
Ath. að umsóknarfrestur er til 6. apríl. Ekki er tekið á móti umsóknum eftir þann tíma.
Fyrirspurnir má senda á netfangið, vinnuskoli@hafnarfjordur.is