Hafnarfjarðarslagur í N1 deild kvenna

Sandra Sif Sigurjónsdóttir skoraði 6 mörk í síðasta leik og var markahæst okkar leikmannaÁ morgun, þriðjudag, fá Haukastelpurnar granna sína úr FH í heimsókn. Þetta er fyrsta viðureign liðanna á tímabillinu og má með sanni segja að það sé mikil spenna í loftinu. Sem stendur eru liðin jöfn að stigum í  7. og 8. sæti deildarinnar. Þessi uppskera hefði einhvern tímann þótt frekar rýr hjá þessum stórveldum í handboltanum en bæði lið eru um þessar mundir í miklu uppbyggingarstarfi og margar efnilegar handboltakonur að koma upp, stelpur sem eiga svo sannarlega framtíð fyrir sér.
Búast má við jöfnum og skemmtilegum leik og ljóst að stelpurnar þurfa á góðum stuðningi að halda.
Leikurinn hefst kl. 18.00
Allir á völlinn, áfram Haukar!

Við minnum svo á beina útsendingu frá leik Íslands og Austurríkis á HM en leikurinn verður sýndur á stóru tjaldi á Ásvöllum og hefst hann kl. 20.00 eða strax á eftir kvennaleiknum. Leikir Íslands gegn Ungverjum og Brasilíu voru sýndir á stóru tjaldi á Ásvöllum og fjöldi fólks mætti á svæðið til að skemmta sér saman og hvetja strákana áfram.