Það verður sannkallaður stórleikur í kvöld kl. 19.30 í Schenkerhöllinni þegar meistaraflokkur karla í handbolta býður upp á Hafnarfjarðarslag.
Eins og fyrr segir þá er mótherjinn í kvöld nágrannarnir í FH en liðin hafa mæst tvisvar sinnum í vetur bæði skiptin í desember en fyrri leikinn í Schnkerhöllinni unnu Haukamenn 32 – 25 en liðin mættust svo viku seinna en þá höfðu FH-ingar betur 28 – 27.
Fyrir leikinn sitja Haukar í efsta sæti deildarinnar með 38 stig á meðan FH er í 7. sæti með 20 stig. FH-ingar hafa verið að spila vel undanfarnar umferðir og unnu meðal annars Valsmenn sem eru í 2. sæti deildarinnar í síðustu umferð og eru þeir í harðri baráttu um að ná sem bestu sæti fyrir úrslitakeppnina.
Það má því búast við hörkuleik eins og venjan er þegar þessi tvö lið eigast við og skiptir staða liðanna og fyrri leikir engu máli þegar að út í Hafnarfjarðarslag er komið. Það er því um að gera fyrir Haukafólk og alla Hafnfirðinga um að fjölmenna í Shenkerhöllina í kvöld kl. 19:30. Áfram Haukar!