Handbolta tvíhöfði á laugardaginn

Haukastúlkur fagna einum sigri sinna í vetur. Mynd: Eva Björk

Haukastúlkur fagna einum sigri sinna í vetur. Mynd: Eva Björk

Það verður mikil barátta á laugardaginn þegar meistaraflokkar Hauka í handbola bjóða upp á tvíhöfða í Schenkerhöllinni til þess að hita fólk upp fyrir bikarleikina í næstu viku.

Fjörið hefst kl. 14:00 þegar stelpurnar meistaraflokkur kvenna bjóða upp á Hafnarfjarðarslag þegar þær mæta FH. Fyrir leikinn, sem er hluti af 20. umferð Olís-deildar kvenna, er staða liðanna allt öðruvísi Haukar eru á í öðru sæti deildarinnar með 33 stig stigi á eftir Gróttu á toppnum eftir 19 leiki á meðan FH er í 13 og næst síðasta sæti með 7 stig úr leikjunum 19.

Liðin hafa mæst einu sinn áður í vetur en þá léku liðin í Kaplakrika þá höfðu Haukastelpur betur 31 – 26 eftir að hafa verið 15 – 12 yfir í hálfleik. Það er hinsvegar þannig að þegar komið er inn í svona Hafnafjarðarslag þá skiptir staða liðanna í deildinni sem og fyrri leikir ekki neinu máli og því má búast við hörkuleik eins og alltaf þegar þessi lið eigast við.

Haukamenn fagna sigri. Mynd: Eva Björk

Haukamenn fagna sigri. Mynd: Eva Björk

Meistaraflokkur karla stígur svo á gólfið kl. 16:00 þegar liðið mætir ÍBV í viðureign ríkjandi bikar- og Íslandsmeistara. Leikurinn er liður í 21. umferð Olís-deildar karla og fyrir leikinn eru Haukamenn á toppi deildarinnar með 34 stig tveimur stigum á undan Val með leik til góða en Eyjamenn eru í 5. sæti deildarinnar með 21 stig úr leikjunum 20.

Liðin hafa mæst þrisvar sinnum í vetur. Fyrst mættust liðin í leik Meistara meistaranna í Schenkerhöllinni í byrjun tímabilsins þá höfðu Eyjamenn betur í hörkuleik 25 – 24 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 12 – 8. Liðin mættust aftur svo í Schenkerhöllinni stuttu seinna í 2. umferð Olís-deildar karla og þar höfðu Eyjamenn aftur betur 21 – 19 eftir að hafa yfirspilað Haukamenn í fyrri hálfleiknum og voru þeir yfir í hálfleik 11 – 5. Haukar náðu svo loksins að vinna Eyjamenn þegar liðin mættust á ný út í Eyjum í 11. umferð þar voru þeir með yfirhöndina allan leikinn og voru þeir yfir í hálfleik 15 – 9 og unnu svo að lokum 28 – 23.

Það má því búast við hörkuleikjum á laugardaginn í Schenkerhöllinni og því um að gera fyrir allt Haukafólk að fjölmenna og hita sig upp fyrir bikarleikina og að auki hjálpa Haukaliðunum í toppbaráttunni í Olís-deildunum. En leikirnir eru eins og fyrr segir hjá stelpunum kl. 14:00 og svo fylgja strákarnir á eftir kl. 16:00. Áfram Haukar!