Aron Kristjánsson og Gunnar Magnússon ætla að sjá um handboltabúðir Hauka ásamt leikmönnum meistaraflokkanna dagana 21. – 23. mars. Farið verður í undirstöðuatriði handboltans. Kennd verða ýmis skotafbrigði, gabbhreyfingar og leikatriði. Við endum svo handboltabúðirnar á Páskaeggjavítakeppni þar sem markverðir meistaraflokkanna verða í marki.
- Handboltabúðirnar eru fyrir alla krakka í 1.-7. bekk
- Verð 6.900 kr, 50% systkinaafsláttur
- Dagskrá frá kl. 09:00-12:00
- Mikilvægt að muna eftir nesti og vatnsbrúsa
- Skráning á námskeiðið er hér: http://goo.gl/forms/lj62nx2NDc
- Hægt er að greiða fyrirfram og mæta með kvittun úr heimabanka., reikningur 0544-26-8954 kt. 670281-0279
- Allar nánari upplýsingar veitir Gunnar Magnússon gunnar@haukar.is
Mán 21.mars | Þri 22.mars | Mið 23.mars | |
9:00-10:15 | Tækniþjálfun | Tækniþjálfun | Tækniþjálfun |
10:15-10:45 | Nesti og frjálst | Nesti og frjálst | Nesti og frjálst |
10:45-12:00 | EM 2016 keppni á milli liða | Spil og Hraðupphlaup | Spil
Páskaeggjavítakeppni |
Áfram Haukar!