Það verður mikið um að vera á laugardaginn hjá meistaraflokksliðum Hauka í handbolta en þá eiga öll 3 liðin leiki. Það er U-liðið sem hefur veisluna á Ásvöllum kl. 14:00 þegar að þeir spila sinn fyrsta leik í Grill 66 deildinni eftir pásuna löngu. Þá kemur topplið Þórs í heimsókn og eiga Haukastrákar harmi að hefna fá fyrri leik liðina á Akureyri fyrr á tímabilinu.
Eftir það taka stelpurnar í meistaraflokki kvenna við en þá fá þær toppliðið í Olísdeild kvenna í heimsókn kl. 16:30. Haukaliðið á enn eftir að sína sitt rétta andlit í leik gegn toppliðinum á tímabilinu og eru þær staðráðnar í að sýna það á laugardaginn en stelpurnar eru taplausar á árinu 2020.
Dagurinn endar svo með Hafnarfjarðarslag í Kaplakrika þegar að FH og Haukar mætast í Olísdeild karla kl. 20:00 og þar verður hart barist eins og venjulega í rimmum Hauka og FH. Strákarnir byrjuðu árið á sigri á Fram og sitja í efsta sæti Olísdeildarinnar á meðan FH er 6. sæti en þegar það kemur að Hafnarfjarðarslag skiptir staða liðanna engu máli. Haukafólk verður því að fjölmenna í rauðu á þennan leik eins og hina tvö á laugardaginn. Áfram Haukar!