Haukar hafa fengið til sín góðan liðsstyrk frá úkraínska vinstri hornamanninum Igor Kopishinsky. Igor, sem er fæddur árið 1991, hefur leikið í Litháen og áður á Íslandi en hann lék um nokkurra ára skeið í Þór Akureyri.

Við bjóðum Igor velkominn til Hauka og hlökkum til að sjá hann á vellinum.