Meistaraflokk kvenna hefur borist mikill liðstyrkur en Haukakonan Harpa Melsteð er komin inn í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna. Harpa kemur inn sem styrktar- og sjúkraþjálfari liðsins. Auk þess mun hún hjálpa Elíasi Má og Magnúsi á bekknum í leikjum liðsins.
Hörpu þarf ekki að kynna fyrir Haukafólki enda er hún fyrrverandi fyrirliði meistaraflokks kvenna auk þess er hún sigursælasti leikmaður sögunnar hjá kvennaliði Hauka. Á ferli sínum sem leikmaður vann Harpa 12 titla með Haukum, ef horft er bara til þeirra þriggja helstu. Hún varð fimm sinnum Íslandsmeistari, bikarmeistratitilinn vann hún fjórum sinnum og þrisvar sinnum deildarmeistari.
Það þarf ekki að fjölyrða um hversu mikill liðsstyrkur það er að fá Hörpu inn í starfið þar sem að hún mun miðla af mikilli reynslu sinni til hins unga leikmannahóps meistaraflokks kvenna. Handknattleiksdeildin býður Hörpu velkomna til starfa á ný.