Hauka TV í mikilli sókn

Hauka TV gengið 16. feb. 2015

Jens, Einar og Bjarki

Í vetur hefur verið mikill uppgangur hjá vefsjónvarpinu okkar, Hauka TV. Allir heimaleikir sem ekki eru sýndir á RÚV hafa verið sýndir á Hauka TV, bæði hjá körfunni og handboltanum. Áhorfstölur hafa verið á uppleið og ánægjulegt að lesa kveðjur frá fólki erlendis sem notfærir sér þessa þjónustu en þær hafa borist allt frá Kuwait til Rússlands.
Bjarki Harðarson er sjónvarpsstjóri handboltamegin og hafa þeir fóstbræður Einar Jóns og Jens Gunnars séð um að lýsa leikjunum sem þeir hafa gert af mikilli fagmennsku.

Áfram Haukar!