Lokahóf Körfuknattleikssambandsins var á laugaradagskvöld og fór skemmtunin fram á Broadway. Eins og venja er á slíkum hófum er tímabilið gert upp og verðlaunum deilt til þeirra sem þykja hafa skarað fram úr.
Haukafólk var nokkuð áberandi í ár en all nokkur verðlaun féllu þeim í skaut.
Slavica Dimovska var valin besti erlendi leikmaður Iceland Express-deild kvenna.
Ragna Margrét Brynjarsdóttir var valin besti ungi leikmaðurinn í Iceland Express-deild kvenna 2008-09 en þetta er annað árið í röð sem hún hlýtur þessi verðlaun en hún fékk þau einnig í fyrra.
Sveinn Ómar Sveinsson var í liði ársins í 1. deild karla ásamt þeim Marvini Valdimarssyni og Svavari Páli Pálssyni úr Hamri og Ægi Steinarssyni og Hauki Pálssyni úr Fjölni.
Kristrún Sigurjónsdóttir var í liði ársins í Iceland Express-deild kvenna og er þetta annað árið í röð sem hún er í úrvalsliðinu.
Er þeim öllum óskað til hamingju með verðlaunin sín.
Hægt er að sjá alla verðlaunahafana hér.
Mynd: Ragna Margrét Brynjarsdóttir ásamt Hannesi S. Jónssyni formanni KKÍ á laugardagskvöld – KKÍ