Haukafólk erlendis : Sigurður Þór Einarsson

Sigurður Þór Einarsson körfuknattleiksmaður úr Haukum ákvað síðastliðið sumar að skella sér í nám í Danmörku. Sigurður hefur verið einn af burðarrásum meistaraflokks Hauka undanfarin ár og því ákveðin blóðtaka sem varð með brotthvarfi hans. Sigurður er búsettur í Horesens í Danmörku og leikur þar með Horsens BC í 2.deildinni en Sigurður er lykilmaður í liðinu.  Heimasíðan setti sig í samband við Sigurð og spurði hann um lífið og boltann í Danmörku en afraksturinn má finna hér.

 

Síðastliðið sumar ákvaðst þú að flytja út til Danmörku og hófst nám þar í landi, Hvert flutturu og hvað er verið að læra?

Ég og konan fluttum til Horsens og þar er ég að nema Constructing Architect við Vitus Bering 

Brotthvarf þitt úr meistaraflokk Hauka var mikil blóðtaka hvernig var að yfirgefa liðið?

 Það er náttúrulega alltaf erfitt að yfirgefa félagana en ILL BE BACK some day 

Þú hófst að æfa og spila með Horssens BC í 2.deildinni hvernig hefur það gengið?

Það hefur bara gengið ágætlega, er að setja að meðaltali 25 stig í leik    

 

Það hefur ekki heillað þið að spila með hinu liðinu í Horsens eða Horsens IC en þeir eru í Canal Digital Ligan?

Það er spurning hvað maður gerir á næsta ári, maður veit aldrei en það gæti verið gaman að prófa að spila sem atvinnumaður það er samt ekkert komið á hreint hvort maður fer yfir.

Meðfram því að spila með Horsens BC hefuru verið að þjálfa yngri flokka félagsins hvernig gengur það og hvaða flokka ertu með?

Það hefur bara gengið alveg ótrúlega vel, en ég er að þjálfa yngsta flokkinn þar sem bæði strákar og stelpur eru saman og ég þarf að snakka dansk allan tíman með þeim. Svo eru það 13 til 15 ára strákar sem eru algjörir vitleysingar og þar ég er að reyna að troða smá fundamentals í þá. Svo er ég að fara sem aðstoðar þjálfari hjá 14-15 ára stelpum til Berlinar í keppnisferðalag.

Hvernig var uppskera tímabilsins hjá ykkur? 

 Við erum enn í 2. deildinni hahaah En það fór mikið úrskeiðis hjá okkur þar sem við misstum svo marga drengi úr liðinu. Við fengum samt 1 góðan til að hjálpa okkur (Gísli haukastrákur)

 

Nú ert þú ekki eini Íslendingurinn í liðinu hverjir eru hinir? 

Dóri Karls (Halldór Karlsson Njarðvík) Hörður Pétursson sem er gamall Haukamaður svo Gísli Freyr Svavarsson (Haukum)

Hefurðu eitthvað fylgst með strákunum heima í 1.deildinni? 

Bíð alltaf spenntur eftir fréttum af netinu.

Hvernig lýkar þér svo við Danmörku? 

 Þetta er ágætis staður og mér líður bara vel hérna

 


Þú ert ekkert á leiðinni heim fyrir næsta tímabil til að taka slaginn í 1.deildinni er ekki áframhaldandi nám framundan í Danmörku?

Ég á næstum 3 ár eftir af náminu mínu hérna, þannig að við þurfum að bíða aðeins lengur eftir að ég klæðist rauðu aftur.

Hvernig er dönskukunnáttan þín er Sigurður ekki farinn að tala fína Dönsku? 

Jeg snakke ikke dansk haha en hún er að koma hægt og rólega svona eins og ég segi, ég er alltaf að verða betri og betri í dönskunni en er samt hræðilegur

Hvað mun Sigurður og Heiða gera af sér í sumar?

Við munum örugglega hanga hérna í DK svo lengi sem ég fái eitthvað að gera svo náttúrulega taka á móti sem flestum vinum í heimsókn (smá hint á strákana) og ættingjum  



Hvernig er dæmigerður dagur  hjá Sigurði?

  Vakna og fara í skólann, hanga með konunni svo á æfingu, frekar venjulegur dagur  en á kvöldin er það nú önnur saga sófin og bjór haha.

Boltinn í Dannmörku er hann mikið frábrugðinn en heima á íslandi?

Já frekar en samt erfitt að útskýra en hann er bara flottari á Íslandi, svo er eins og það sé reynt að fara of hratt þannig að það er mikið af töpuðum boltum og dómaranir eru aðeins liðlegri heima til að ræða við.

Þú komst til Hauka fyrir tímabilið 2003-2004 og varst áður í Njarðvík hvenar hófstu að æfa körfubolta?  

Held að ég hafi verið í 8. bekk en er samt ekki alveg viss en það skiptir ekki svo miklu hvenær ég hóf að æfa þar sem ég fæddist góður haha

 

Þú ert ekki í fyrsta sinn að spila erlendis þú fórst ungur að árum til USA hvert var haldið og hvernig gekk það?

Ég fór þegar ég var 17 ára til Butte Montana og spilaði þar með Marrons senior year það gekk bara mjög vel þrátt fyrir fyllibittu sem þjálfara, þetta var bara snilldar ár.

Ef þú lítur til baka hver mynduru telja að væri mesti áhrifavaldurinn á þínum ferli?

Ég get ekki nefnt einhvern einn það eru svo margir sem hafa verið áhrifavaldar hjá mér   

Stærsta stund á ferlinum?

Þegar ég vann alla tittlana með meistaraflokki Njarðvíkur og svo þegar ég vann bikarmeistara titilinn með 10. flokki Njarðvíkur.

Aðstæðurnar í danmörku hvernig er aðstaða félagssins?

Hún er ekki eins góð og í Haukunum en þar var maður orðin svo góðu vanur.

Eitthvað að lokum sem þú vilt koma frá þér?

Ég vil nátturulega óska stelpunum til hamingju með titilinn og strákar hlakka til að sjá ykkur í úrvaldeildinni. Hilsen fra Horsens DK