Þó að Haukar hafi átt fulltrúa í A-landsliði kvenna samfleytt í ansi mörg ár, í formi Söru Bjarkar, Alexöndru og Pálu Marie, þá hefur það ekki verið tíður atburður að sjá uppalinn Haukamann í A-landsliði karla. Hann Þórir Jóhann Helgason nær í dag þeim frábæra áfanga að spila sinn fyrsta A-landsliðsleik aðeins tvítugur að aldri þegar hann byrjar inni á í landsleik Íslands og Mexíkó. Þórir Jóhann leikur í dag í Pepsi-Max deildinni og verður vonandi fljótlega búinn að yfirgefa þann vettvang fyrir atvinnumennskuna.
Haukar.is óska Þórir Jóhann innilega til hamingju með árangurinn og óskar honum velfarnaðar á vonandi löngum og glæsilegum knattspyrnuferli sem framundan er.