Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik hefur valið 16 manna hóp sem mun halda til Þýskalands í vikunni og æfa þar og leika svo tvo æfingarleiki gegn Þjóðverjum um næstu helgi.
Í hópnum að þessu sinni er einn leikmaður sem spilar með Haukum, Sigurbergur Sveinsson en hann hefur farið á kostum í undanförnum leikjum bæði í N1-deildinni sem og í Meistaradeildinni og því hefur Guðmundur ákveðið að velja Sigurberg í hópinn. Sigurbergur á að baki 7 A-landsliðsleiki af baki.
En eins og áður eru aðrir Haukamenn í hópnum sem leika nú í atvinnumennsku. En línutröllið Vignir Svavarsson og hægri hornamaðurinn Þórir Ólafsson eru báðir í hópnum.
Hópurinn í heild sinni getur þú séð með því að smella hér.
Leikirnir gegn Þjóverjum er á laugardaginn og á sunnudaginn. Laugardags leikurinn hefst klukkan 13:45 en seinni leikurinn á sunnudaginn klukkan 14:00.
Mynd: Ásgeir Örn Hallgrímsson er meiddur og er því ekki í hópnum að þessu sinni. Aftur á móti er Logi Geirsson í hópnum eins og fyrri daginn.