Haukamenn komnir í 1 – 0

Freyr Brynjarsson í baráttu við Framara í undanúrslitumÍ kvöld fór fram fyrsti úrslitaleikur Hauka og Vals í N1 deild karla. Það lið sem fyrr sigrar þrjá leiki mun hampa Íslandsmeistaratitlinum.

Valsmenn byrjuðu leikinn mun betur og náðu fljótlega tveggja marka forskoti. Haukamenn náðu hins vegar að skora fimm mörk gegn einu Valsmarki og komust í 11 – 9. Í hálfleik var staðan 13 – 11, Haukamönnum í vil.

Haukamenn léku síðari leikinn af mikilli hörk og uppskáru að lokum góðan fimm marka sigur, 29 – 24, og eru því komnir með forystu í úrslitaeinvíginu.

 

Haukamenn skoruðu fyrsta marka leiksins en Valsmenn breyttu stöðunni fljótlega í 3 – 1. Þeirri forystu héldu þeir þar til í stöðunni 9-9 en Haukar komust svo yfir 11 – 9, eftir að hafa skorað fimm mörk gegn einu. Bæði liðin skoruðu svo tvö mörk fyrir hlé og var staðan 13 – 11 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

 

Haukamenn byrjuðu síðari hálfleikinn einum færri þar sem Kári Kristján fékk tveggja mínútna brottvísun tveimur sekúndum fyrir leikhlé. Það kom þó ekki að sök því hvorugt liðið skoraði mark fyrstu þrjár mínúturnar í fyrri hálfleik. Sigurbergur skoraði fyrsta mark leiksins þegar rúmar þrjár mínútur voru liðnar, en hann skoraði einnig fyrsta mark leiksins.

Um miðjan síðari hálfleikinn fékk Einar Örn Jónsson, Haukamaður, rautt spjald þegar dómarar leiksins töldu hann hafa farið í andlit Sigurðar Eggertssonar, leikmanns Vals. Við þetta efldust Haukar til muna og sigruðu að lokum á sannfærandi hátt, 29 – 24.

Með þessu náðu Haukar forystunni í úrslitaeinvígi liðanna. Næsti leikur liðanna verður á miðvikudaginn þegar Haukamenn fara í heimsókn í Vodafone höllina en leikurinn hefst klukkan 19:30.

Þessi lið hafa einu sinni áður mæst í úrslitaleikjum Íslandsmótsins en það var árið 2004. Þá sigruðu Haukar 3 – 0 og vissulega má segja að það sé draumur Haukamanna að endurtaka þann leik. Valsmenn þurfa á sigri á miðvikudaginn að halda til að missa Hauka ekki tveimur sigurleikjum fram úr sér. Við hvetjum fólk til að fjölmenna í Vodafone höllina á miðvikudaginn og styðja sitt lið til sigurs, því vissulega vilja bæði lið sigra.