Haukamótið 2016 verður haldið á Hvaleyrarvellinum, föstudaginn 16. september nk..
Keppt er um Haukaskjöldinn í höggleik án forgjafar, Rauða Jakkann í punktakeppni og titilinn Öldungameistari Hauka til minningar um Ólaf H. Ólafsson, einnig í punktakeppni.
Hámarksforgjölf kvenna er 28 og karla er 24.
Konur leika af rauðum teigum, karlar af gulum teigum.
Nándarverðlaun verða veitt á par 3 brautum vallarins.
Þátttökugjald er 5000 krónur.
Verðlaunaafhending verður kl. 20:00 í Golfskálanum.
Dregið verður úr skorkortum þeirra sem ekki hljóta verðlaun í mótinu.
Aldurstakmark er 18 ár og fer skráning fram á golf.is
Haukafélagar sem ekki taka þátt í mótinu eru hvattir til að mæta við verðlaunaafhendinguna, njóta góðra veitinga, auk hins fallega útsýnis sem Golfskáli Keilis býður upp á.