Golfmót Hauka fór fram í 34. skipti föstudaginn 15. september sl. Met þátttaka var að þessu sinni og voru 135 keppendur skráðir til leiks og lítið um forföll.
Úrslit í mótinu urðu þessi:
Haukakönnuna hlaut Bjarki Snær Halldórsson á 73 höggum. Eiríkur sigraði í punktakeppni og keppni um Rauða jakkann á 41 punkt (fleiri punktar á seinni 9 holum) og vann hann einnig Gula boltann í flokki 60 ára og eldri. Annar í punktakeppninni varð Bergur Ingi Ólafsson á 41 punkti og þriðji Þorlákur Kjartansson á 40 punktum. Fjarðarkaupaverðlaunin hlutu að þessu sinni, Þórdís Geirsdóttir á 76 höggum, Margrét Sigmundsdóttir á 86 höggum og Dídí Ásgeirsdóttir á 87 höggum. Næstir holu urðu eftirtaldir spilarar: Á 4. holu Sigurður Guðjónsson, á 6. holu Ingvar Kristinsson, á 10. holu Þórdís Geirsdóttir, og á 15. holu Haukur Ársælsson.
Verðlaunaafhending fór fram að móti loknu í golfskálanum og þá var og dregið úr skorkortum. Fjöldi vinninga var í boði og allir sem mættu í verðlaunaafhendinguna fengu vinning.
Gefendur vinninga voru eftirtaldir:
Aðalskoðun ehf, Altis íþróttavörur, Ás-fasteignasala, Askja bílaumboð, Bæjarbíó, Blikksmíði ehf, Brikk brauðhús, DB-Schenker, Dyr ehf , Fjarðarkaup, Flúrlampar ehf, Fura ehf, Góa – KFC, Gleipnir verktakar ehf, Hafið fiskverkun, Húsasmiðjan, Íslandsbanki Strandgötu, Johann Rönning hf, Jói útherji/Puma, Knattspyrnufélagið Haukar, Kjötkompaní ehf, Landsbankinn Fjarðargötu, Lemon veitingahús, Myndform ehf, Nespresso, Nýform húsgagnaverslun, Olís hf, Prósjoppan golfverslun, Rif veitingahús, Stjörnupopp, Tæki.is, Vélsmiðja Konráðs, Olís, Verslunartækni, Fastus, Hraunhamar – fasteignasala, Sena, Thorship og Prentmet-Oddi,
Hvetjum við alla Hauka að beina viðskiptum sínum til þessara fyrirtækja sem gáfu okkur glæsilega vinninga.