
Þröstur Þráins en svipurinn á honum er gott dæmi um baráttuna í Haukaliðinu um þessar mundir. Mynd Eva Björk.
Í kvöld, fimmtudag, fara okkar menn í Mosfellsbæinn og ætla sér stóra hluti. Þeir hafa byrjað feikivel eftir áramót og unnið alla sína leiki. Það er greinilegt að endurkoma Elías Más hefur haft góð áhrif á liðið en Elías er þekktur fyrir baráttu og gefst aldrei upp. Leikurinn í kvöld hefst kl. 19:30 og skorum við á alla sem geta að fara í sveitarferð og styðja okkar menn til sigurs.
Strákarnir unni flottan sigur á ÍR á mánudaginn síðastliðinn en lokatölur leiksins voru 29-24 (14-12). Hauka TV hefur tekið saman nokkur flott tilþrif en maður leiksins var Giedrius Morkunas með 25 varða bolta. Smellið hér til að sjá myndbandið.
Áfram Haukar!