Í kvöld koma ÍRingar í heimsókn en þeir sitja í 9. sæti með 6 stig og hafa verið að sækja í sig veðrið eftir áramót með nýjum kana.
Haukarnir hafa tapað síðustu tveim leikjum sínum og því er leikurinn í kvöld „möst win“ og því er um að gera að láta sjá sig í Schenkerhöllinni í kvöld á þessum fyrsta heimaleik ársins.
Haukum tókst ekki að klára áætlunarverkið í bikarkeppninni á mánudaginn og verður að viðurkennast að bílferðir heim eftir leiki hafa oft verið hressari. Það þíðir hins vegar ekkert að leggjast í gólfið og grenja og nú er bara áfram gakk.
Stuðningur við liðið inn í Þorlákshöfn í bikarleiknum var frábær og vonandi heyrist vel í fólki á pöllunum í kvöld.
Gunni verður að sjálfsögðu með grillið heitt frá kl. 18:30 og ætlar Svavar Halldórsson, hamborgaramógúll, að mæta aftur og vera honum til halds og trausts. Svavar verður með Hamborgarabókina með sér á sérstöku tilboðsverði fyrir Haukamenn og áritar að sjálfsögðu fyrir þá sem vilja.
Nú er bara að láta sjá sig og garga sig hásan