Haukar – Þór Ak. á morgun, á Ásvöllum 18:30

HaukarÁ morgun, þriðjudag hefst 11.umferðin í 1.deild karla en um er að ræða síðustu umferðina í fyrri umferðinni. En Haukar taka á móti Þór frá Akueyri og hefst leikurinn klukkan 18:30.

Fyrir leikinn munar heilum 11 stigum á liðunum, en Haukar hafa 20 stig en Þórsarar einungis 9. Þórsarar hafa unnu þrjá leiki á tímabilinu og alla á heimavelli, fyrst gegn ÍA, svo gegn Víking Ólafsvík svo unnu þeir Aftureldingu 3-2 í síðustu umferð.

Haukar hafa aftur á móti unnu 6 leiki, gert tvö jafntefli og tapað tveimur. En Haukar voru óheppnir að landa ekki sigri gegn Selfyssingum á Selfossi í síðustu umferð eftir að hafa verið komnir í 2-0 forystu.

Veðrið á Íslandi hefur verið með besta móti síðastliðna daga og allra síst á Ásvöllum sjálfum og verður engin undantekning á því á þriðjudaginn og mun veðrið því ekki gera flugu mein meðan á leik stendur.

Við hvetjum því allt Haukafólk að fjölmenna á Ásvelli á þriðjudaginn klukkan 18:30 því það er aldrei að vita nema Haukar verði á toppi 1.deildar þegar hún er hálfnuð og það er nú orðið frekar langt síðan það var. Hvetjum strákana áfram en hver leikur er gríðarlega mikilvægur í baráttunni um sæti í Pepsi-deildinni að ári.