Stelpurnar í Meistaraflokk kvenna í körfuknattleik tóku á móti Íslandsmeisturum Keflavíkur í toppslag Iceland Express deildar kvenna í gær.
Fyrir leikinn voru Haukar í efsta sæti en með sigri Keflavíkur gætu þær fara á toppin svo fremur að þær sigruðu með 6 stigum eða meira.
Leikurinn byrjaði ágætlega en ekki nógu vel því Keflavíkurstúlkur voru mjög einbeittarog virtust ætla að stinga af þegar að líða tók á 1. leikhluta en Haukastelpurnar náðu þó að halda í þær.
Í hálfleik var staðan 35-46 Keflavík í vil.
Keflavík hélt frumkvæðinu áfram á seinni hálfleik og þegar að lítið var eftir að 3. leikhluta náðu stelpurnar okkar að minnka muninn í 1 stig þegar að 3. leikhluta lauk.
Í 4 leikhluta náðu Keflavíkur konur aftur 6 stiga forskoti en þá small Haukavélin í gang og heimamenn gengu á lagið, komust yfir og náðu undir lokinn að leggja Keflavík 80-77.
Kristrún var frábær í gær með 28 stig en hin unga og efnilega Ragna Margrét Brynjarsdóttir tók 20 fráköst og skoraði 11 stig. Slavica Dimovska 16 stig, 11 stoðsendingar, Telma Björk Fjalarsdóttir 13 stig og 13 fráköst.
Glæsilegur sigur hjá stelpunum sem eiga Val næst.