Haukar í efsta sætið

Haukastelpur komust í efsta sætið í Iceland Express-deildar kvenna í gærkvöldi með sigri á Grindavík 58-66 í Röstinni í Grindavík.

Þar með eru Haukar me 10 stig eins og Hamar í efsta sæti deildarinnar.

Ragna Margrét Brynjarsdóttir var stigahæst Haukakvenna með 22 stig og 16 fráköst og Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 20 stig.

 

Haukar geta eignað sér efsta sæti deildarinnar í næstu umferð þegar þær fá Hamar í heimsókn.

Umfjöllun og myndir úr leiknum má finna á Karfan.is.

Mynd: Guðbjörg Sverrisdóttir kom af bekknum í gær og skoraði 8 stig og tók 6 fráköst – stefan@haukar.is