Haukar í horni 20 ára

Haukar í horni er stuðnings- og styrktarfélag Hauka. Einstaklingum og fyrirtækjum gefst báðum kostur á því að gerast meðlimir í Haukum í horni.

Félagið var stofnað árið 1990 af handknattleiksdeild Hauka með það markmið að fjármagna komu tékkneska landsliðsmannsins Petr Baumruk til Hauka og er félagið því 20 ára um þessar mundir. Bæði Baumruk og Haukar í horni reyndust gæfuspor fyrir félagið.

Fyrir  um tveimur árum urðu Haukar í horni stuðningsklúbbur alls félagsins en voru þar á undan aðeins tengdir handknattleiksdeild.

Haukar í horni eru í dag hornsteinn í stuðningi við meistaraflokka félagsins en einnig er ákveðnum hluta af tekjunum ráðstafað til barna – og unglingastarfs með kaupum á boltum, búningum og öðrum búnaði.

Í dag eru félagar tæplega 300 en iðkendafjöldi í boltadeildum Hauka er um 2.200. Haukar í horni bjóða nýja félaga velkomna.

Innifalið fyrir félaga í Haukum í horni:

Silfurfélagi:

*       Ársmiði á alla deildarleiki Hauka í meistaraflokki karla og kvenna (fótbolti, handbolti og körfubolti). Gildir ekki á bikarleiki, evrópuleiki og oddaleiki í úrslitakeppni

*       Aðgangur að VIP herbergi á leikdag hjá öllum deildum

*       Léttar veitingar á leikdag i VIP herbergi

*       Þjálfarateymið leggur línurnar fyrir leik og fer yfir stöðuna í hálfleik

*       Verð 2.500 krónur á mánuði á ári. Hjón: 4.000 krónur á mánuði í 12 mánuði á ári

Gullfélagi:

*       Ársmiði á alla deildarleiki Hauka í meistaraflokki karla og kvenna (fótbolti, handbolti og körfubolti). Gildir ekki á bikarleiki, evrópuleiki og oddaleiki í úrslitakeppni

*       Merkt sæti í stúkunni

*       Aðgangur að VIP herbergi á leikdag hjá öllum deildum

*       Léttar veitingar á leikdag i VIP herbergi

*       Þjálfarateymið leggur línurnar fyrir leik og fer yfir stöðuna í hálfleik

*       Verð: 3.300 krónur á mánuði í 12 mánuði á ári. Hjón: 5.500 krónur á mánuði í 12 mánuði á ári

 

Frekari upplýsingar um Hauka í horni og skráning í klúbbinn:

Ásdís Geirsdóttir s: 698-7182 eða haukar1310@gmail.com  (formaður)

Gréta Grétarsdóttir s: 660-2767 eða gretagretars@gmail.com (varaformaður)

Guðrún Olgeirsdóttir s. 525-8708 eða bokhald@haukar.is