Afturelding kom í heimsókn á Ásvelli í kvöld og lék á móti meistaraflokki karla í knattspyrnu.
Fyrri hálfleikur var frekar daufur og ekki mikið markvert sem gerðist en í hálfleiknum voru Haukar betri og sóttu meira en gestirnir en náðu ekki að skapa sér góð marktækifæri.
Í seinni hálfleik juku Haukar tempóið í leik sínum og réðu gestirnir ekki við það en Haukar náðu að loks að brjóta niður varnarmúr gestanna á 74. mínútu en þá átti varamaðurinn Stefán Daníel Jónsson góða fyrirgjöf inn í teig Aftureldingar og þar stökk Garðar Ingvar Geirsson manna hæðst og skallaði boltann í netið og Haukar komnir í 1-0.
Haukar juku forskotið þrem mínútum síðar en þá átti Ásgeir Þór Ingólfsson fyrirgjöf sem markmaður Aftureldingar náði ekki að halda og var Goran Lukic fyrstur að átta sig og skaut að marki og staðan því orðin 2-0.
Síðasti naglinn í líkkirstu gestanna kom á 88. mínútu en þá slapp Ásgeir Þór Ingólfsson einn innfyrir en varnarmaður náði að þvinga hann til hægri en þá gaf Ásgeir bara boltann beint til vinstri á Garðar sem skoraði sitt annað mark í leiknum og 3. mark Hauka og lokastaðan því 3-0 fyrir Hauka.
Eftir leikinn eru Haukar í 2. sæti með 25 sig en Selfoss er í efsta sæti með 32 stig, næstu lið á eftir Haukum eru HK og Fjarðarbyggð með 23 stig og skipta allir leikir því máli í baráttunni um sæti í efstu deild og því mikilvægt að sem flestir láti sjá sig á öllum leikjum liðsins. Næsti leikur Hauka er á Ásvöllum 8. ágúst kl. 14:00 á móti Víkingi Ó. Sjáumst þá!