Haukar aftur með forystu

Einar Örn Jónsson í leik gegn FramÍ dag fór fram þriðji úrslitaleikur Hauka og Vals í N1 deild karla. Fyrir leikinn höfðu bæði lið unnið einn leik og því ljóst að tvo leiki þarf í það minnsta til að skera úr um hvort liðið hafnar Íslandsmeistaratitli. Það var alveg ljóst frá upphafi að Haukamenn langaði meira að sigra í leiknum og spiluðu mun betur. Svo fór að lokum að Haukar fögnuðu þriggja marka sigri, 28 – 25, en sigurinn hefði getað verið mun stærri. Haukar komust mest í átta marka forskot.

Haukar eru því komnir í 2 – 1 í úrslitaeinvíginu og geta því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í næsta leik liðanna sem fram fer á þriðjudaginn klukkan 20:15 í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda.

 

Valsmenn skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins en Haukar svöruðu með þremur mörkum gegn einu. Haukar komust svo yfir í stöðunni 4 – 3 og eftir það höfðu þeir forskot, að undanskilinni stöðunni 6 – 7. Staðan í hálfleik var 16 – 11, Haukamönnum í vil. 

 

Þegar liðin mættu til leiks í síðari hálfleik var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Haukar komu mun grimmari til leiks eftir leikhléið. Í upphafi síðari hálfleiks skoruðu Haukamenn fimm af fyrstu sjö mörkunum og voru komnir með átta marka forskot, 21 – 13. Valsmenn náðu þó að minnka muninn jafnt og þétt og endaði leikurinn eins og áður segir með þriggja marka sigri Haukamanna, 28 – 25. 

Haukar eru komnir í 2 – 1 í einvíginu og þurfa því aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Þeir geta því fagnað titlinum í Vodafonehöllinni á þriðjudaginn en fjórði leikurinn fer þá fram og hefst hann klukkan 20:15. Við hvetjum Haukamenn, sem og aðra fjölmenna á völlinn og hvetja Haukamenn til sigurs því að sjálfsögðu viljum við sjá Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum.

Markahæstur í liði Hauka í dag var Kári Kristján Kristjánsson með 7 mörk, Elías Már Halldórsson skoraði 6 mörk og Andri Stefan skoraði 5 mörk. 

Hjá Val var það Ingvar Árnason sem var markahæstur með 8 mörk, Elvar Friðriksson skoraði 7 mörk og Hjalti Þór Pálmason skoraði 4 mörk.