Haukar – Akureyri á morgun, miðvikudag

Það verður stórleikur á Ásvöllum á morgun þegar Haukar spila sinn fyrsta heimaleik í N1-deild karla í vetur og mæta Akureyri.

Leikurinn hefst klukkan 18:30. Og hvetjum við fólk til að mæta tímanlega á völlinn.

 

Á meðan Haukar sigruðu Stjörnunnar naumlega 17-16 í fyrstu umferð þá tapaði Akureyri gegn Val að Hlíðarenda 23-19 eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik 12-12.

Akureyri er það lið sem misst hefur fæsta leikmenn frá síðasta tímabili og auk þess hafa þeir fengið mjög leikreynda menn en þeir Heimir Örn Árnasom kom til Akureyrarar frá Val og Guðlaugur Arnarson kom frá FCK Handbold. Akureyri var spáð góðu gengi í vetur og yrði það ekki góð byrjun hjá þeim að tapa fyrstu tveimur leikjunum sínum í vetur. 

Það má því búast við hörkuleik á morgun. ALLIR Á VÖLLINN – ÁFRAM HAUKAR!