Haukur Óskars, Hjálmar Stefánsson og Kristján Leifur voru allir í 12 manna A landsliði KKÍ er sigraði Noreg með tveim stigum í Noregi á sunnudaginn.
Haukur og Kristján voru að spila sína fyrstu A landsleiki og áttu báðir góðan leik. Haukur spilaði í rúmar 15 min. og átti stóran þátt í því að Íslenska liðið komst aftur inní leikinn eftir að hafa verið 20 stigum undir í hálfleik. Haukur setti niður 13 stig í sínum fyrsta landsleik.
Kristján Leifur spilaði í rúmar 14 mín. og skoraði 5 stig og var með góða nýtingu auk þess að taka 3 fráköst. Góð byrjun hjá þessum tveim öflugu Haukamönnum.
Hjálmar Stefánsson byrjaði inná en snéri sig á ökkla strax á 3 min. og spilað ekki meira í leiknum en hann sagði að þetta hefði ekki verið alvarlegt og býst við því að taka þátt í síðari leiknum, en Hjálmar hefur verið að stimpla sig vel inní A landsliðið á síðustu mánuðum.
Auk þess spilaði Haukamaðurinn Emil Barja sinn fyrsta landsleik og spilaði í um 30 min. og stóð sig vel í leiknum. Kári Jónsson er á fullu með sínu liði, Barcelona og kemur ekki inn í hópinn fyrr en síðar í mánuðnum.
Haukar eru afar stoltir af þessum drengjum og að eiga 5 leikmenn í 20 manna hóp sýnir hve starf deildarinnar hefur verið öflugt síðustu árin.