Haukar – Breiðablik í kvöld kl. 19:15

Inga stóð sig vel í síðasta leik á móti GrindavíkHaukastúlkur fá Breiðablik í heimsókn í kvöld í Dominos deild kvenna kl. 19:15.

Búast má við skemmtilegum og jöfnum leik ef horft er til síðasta leiks þessar liða en þá höfðu Haukastúlkur sigur eftir að hafa verið undir alveg fram að fjórða leikhluta. Í fjórða leikhluta sýndu stelpurnar loks hvað þær geta og völtuðu yfir Breiðabliksliðið og unnu sanngjarnan sigur.

Haukastelpurnar spiluðu síðast á mánudaginn við Grindavík og unnu þar sigur í miklum baráttuleik. Nú er spilað mjög ört í deildinni en þriðji heimaleikurinn í þessari viku verður svo á sunnudagskvöldið á móti Val.

 

Haukarnir eru að berjast við toppinn og því er sigur mjög mikilvægur í þessum leik en einungis fjögur lið komast í úrslitakeppnina eftir deildarkeppnina og er baráttan gríðarlega hörð á milli fimm jafnra liða.

Við hvetjum allt Haukafólk til að mæta i Schenkerhöllina í kvöld og hvetja stelpurnar til sigurs.

Haukar – Breiðablik í kvöld kl. 19:15

Sylvía hefur spilað vel á undirbúningstímabilinuHaukastúlkur leika við Breiðablik í Lengjubikarnum í kvöld kl. 19:15.

Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir stúlkurnar en þær geta með sigri tryggt sig í undanúrslit Lengjubikarsins.

Haukar hafa spilað þrjá leiki, unnið tvo og tapað einum eftir tvíframlengdan leik. Breiðablik hefur tapað öllum sínum leikjum og eiga ekki möguleika á því að komast í úrslit. Þær hafa samt verið tapa í jöfnum leikjum og má búast við því að þeir muni veita hinu unga og efnilega liði Hauka harða samkeppni.