Fyrsta mark leiksins í dag gaf sannarlega tóninni fyrir það sem myndi vera, stórkostlegt sirkusmark sem endaði með því að Sigurbergur skoraði og FH piltar stóðu bara og horfðu á. Þetta var gott dæmi um það sjálfstraust sem er í liðinu um þessar mundir og í dag áttu FH ingar engin svör við frábærri Haukavörn og vel útfærðum sóknum. Í hálfleik var staðan 15 – 10 Haukum í vil og lokatölur leiksins voru 25 – 22, enn einn glæsilegi sigurinn á FH í höfn.
Sem dæmi þá héldu Haukar markahæsta manni FH, Magnúsi Óla, alveg niðri og hann skoraði aðeins eitt mark í leiknum og munar um minna fyrir FH liðið. Giedrius stóð sig vel að vanda og var með 16 skot varin en mörg skot FH inga enduðu í höndum Haukavarnarinnar og oft í krumlunum á Jóni Þorbirni sem átti mjög góðan dag, bæði í vörn og sókn en hann setti 5 bolta í netið. Sigurbergur var mjög öflugur og var markahæstur með 7 mörk þar af 6 í fyrrihálfleik. Aðrir leikmenn voru líka mjög flottir og það var stolt Haukafólk sem fagnaði með sínum mönnum eftir leikinn.
Mörk Haukar: Sigurbergur Sveinsson 7/1, Jón Þorbjörn Jóhannsson 5, Árni Steinn Steinþórsson 5, Tjörvi Þorgeirsson 3, Elías Már Halldórsson 3, Adam Haukur Baumruk 1, Þröstur Þráinsson 1.
Til hamingju Haukar!
Núna eru Haukastrákarnir komnir í jóla og EM frí og næsti leikur þeirra í Olísdeildinni verður í Austurbergi 30. janúar 2014 á móti ÍR. Hér má sjá stöðuna, úrslit leikja og næstu leiki.
Haukastelpur eiga næsta leik á móti Fram Laugardaginn 11. janúar í Framhúsinu. Hér má sjá stöðuna, úrslit leikja og næstu leiki.
Við óskum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Áfram Haukar!