Haukar deildarmeistarar

Strákarnir urðu deild­ar­meist­ar­ar í Olís­deild karla í hand­knatt­leik eft­ir að hafa unnið nokkuð þægi­leg­an átta marka sig­ur gegn Gróttu. Loka­töl­ur í leikn­um urðu 36:28 Hauk­um í vil.

Hauk­ar tróna á toppi deild­ar­inn­ar, en liðið er með 41 stig eft­ir þenn­an sig­ur og hef­ur sex stiga for­ystu á Val sem sit­ur í öðru sæti deild­ar­inn­ar þegar þrjár um­ferðir eru eft­ir. Þá hafa Hauk­ar haft bet­ur í inn­byrðis viður­eign­um liðanna í vet­ur og deild­ar­meist­ara­tit­ill­inn því í höfn hjá Hauk­um þrátt fyrir að það séu þrjár umferðir eftir í deildinni.

Næsti leikur hjá strákunum er á móti Fram í Framhúsinu á fimmtudaginn kl. 19:30

 

Deildarmeistar