Meistaraflokkur karla í Handknattleik léku lokaleik sinn í F-riðli í Meistaradeildinni í gær á móti Vesprém frá Ungverjalandi. Strákarnir spiluðu vel framan af og staðan í hálfleik var 16-12 Vesprém í vil en í síðari hálfleik misstu strákarnir dampinn og 9 marka tap staðreynd 34-25 og þáttöku liðssins í Meistaradeildinni lokið í ár. Þrátt fyrir tapið er Evrópuævintýrið ekki á enda því öll lið sem enda í 3 sæti í riðlum fara í næstu umferð í Evrópukeppni Bikarhafa en dregið verður í þeirri keppni á þriðjudaginn næstkomandi.
Markahæstu leikmenn Hauka smellið á meira.
Markaskor: Elías Már Halldórsson 5, Sigurbergur Sveinsson 4, Kári Kristján Kristjánsson 4, Andri Stefán Guðrúnarson 4,Einar Örn Jónsson 3, Freyr Brynjarsson 2, Pétur Pálsson 2, Gunnar Berg Viktorsson 1
Lokastaðan í F-Riðli
1. SG Flensburg-Handewitt | 6 | 5 | 0 | 1 | 194 | : | 158 | (36) | 10 |
2. MKB Veszprém KC | 6 | 4 | 0 | 2 | 183 | : | 159 | (24) | 8 |
3. Haukar | 6 | 2 | 0 | 4 | 147 | : | 180 | (-33) | 4 |
4. ZTR Zaporozhye | 6 | 1 | 0 | 5 | 144 | : | 171 | (-27) | 2 |
.
Markahæstu Leikmenn Hauka í meistaradeildinni:
Freyr Brynjarsson 25 mörk
Kári Kristján Kristjánsson 25 mörk
Sigurbergur Sveinsson 24 mörk
Andri Stefan Guðrúnarson 21 mörk
Elías Már Halldórsson 13 mörk
Gunnar Berg Viktorsson 13 mörk
Einar Örn Jónsson 10 mörk
Pétur Pálsson 7 mörk
Gísli Jón Þórisson 4 mörk
Stefán Sigurmannsson 3 mörk
Arnar Jón Agnarsson 1 mark
Arnar Pétursson 1 mark
Næstkomandi þriðjudag verður dregið í Evrópukeppni Bikarhafa og geta Haukar lent á móti eftirfarandi liðum.
Frakkland – Paris Handball
Þýskaland – HSG Nordhorn
Danmörk – KIF Kolding Elite A/S
Rússland – HC „Kaustik“ Volgograd
Makkedónía – HC Vardar PRO – Skopje
Spánn – Pevafersa Valladolid
Ungverjaland – Dunaferr SE eða PLER KC
Rúmenía – HCM Constanta
Ljósmyndir úr leiknum eru fengnar af stuðningsmannasíðu Vesprém.