Topplið Iceland Express-deildar kvenna hefur leik í kvöld eftir jólafrí þegar þær sækja Fjölnisstúlkur heim.
Leikurinn hefst kl. 19:15 og fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi.
Fyrri leik liðanna lauk með sigri Hauka 71-60.
Haukum hefur gengið allt í haginn í vetur og sitja stelpurnar á toppi deildarinnar með 10 sigurleiki af 11 mögulegum. Verður því spennandi að sjá hvort þær landi 11. sigurleiknum í kvöld.
Mynd: Helena Hólm og félagar í meistaraflokki kvenna spila í Grafarvogi í kvöld – Ásgeir Örn Jóhannsson