Haukar geta með sigri verið með bæði kvenna og karla liðið í höllinni í svokallaðri „final four“ í undanúrslitum Maltbikarsins í ár. En bikarkeppnin er spiluð í fyrsta skipti með breyttu fyrirkomulagi, þannig að undanúrsli og úrslit fara fram í Höllinni.
Stelpurnar sigruðu Breiðablik í átta liða úrslitum í gær, sunnudag, og tryggðu sig áfram með öruggum sigri.
Í kvöld, mánudaginn 16. janúar eigast svo við Valur – Haukar kl. 19:30 á Hlíðarenda.
Valsmenn hafa verið á gríðarlegri siglingu í 1. deildinni og í bikarnum, hafa unnið síðustu fjóra leiki í deild mjög sannfærandi og einnig slegið út tvö Dominos lið á leið sinni í átta liða úrslit, Snæfell og Skallagrím. Haukarnir spiluðu gríðarlega vel í síðasta leik á móti Grindavík og unnu öruggan 20 stiga sigur í þeim leik og koma með fullt sjálfstraust í leikinn.
Við hvetjum Haukafólk til að fjölmenna á Hlíðarenda og hvetja strákana til sigurs.
Áfram Haukar.