Haukar – FH mfl. kv

Það var ekki glæsilegur handbolti sem var spilaður á Ásvöllum í dag. FH stelpur komu í heimsókn og voru gæði leiksins ekki upp á marga fiska.

Haukastelpurnar komust fljótlega í stöðuna 13-2 og staðan í hálfleik var 16-7 í hálfleik. Í síðari hálfleiknum skiptust liðin á að skora og endaði leikurinn með 10 marka sigri okkar stelpna 26-16. Markahæst í liði Haukastelpna var Hanna Guðrún Stefánsdóttir með 8 mörk úr 8 skotum en hún lék aðeins rétt rúmar 20 mínútur í leiknum. Næst kom Ramune með 4 mörk úr 6 skotum.

Hjá FH voru Ebba Særún Brynjarsdóttir og Gunnur Sveinsdóttir markahæstar með 3 mörk.

Næsti leikur stelpnanna er á fimmtudaginn þegar þær fara í heimsókn til Stjörnunnar í Eimskipsbikarnum. Fjölmennum á þann leik!!

ÁFRAM HAUKAR!!