5. umferðin í 1. deild karla hófst í gær með tveimur leikjum. Haukar eiga hins vegar leik í kvöld, þriðjudag, á heimavelli gegn Grafarvogspiltum úr Fjölni. Leikurinn hefst klukkan 19:00.
Haukar hafa byrjað mótið nokkuð vel og þá aðallega á útivelli, en Haukar hafa sigrað alla sína þrjá útileiki í deildinni á tímabilinu en töpuðu hinsvegar fyrsta heimaleiknum gegn BÍ/Bolungarvík í 2. umferð. Haukar hafa því 9 stig eftir fjórar umferðir.
Fjölnismenn eru með 6 stig eftir fjóra leiki. Hafa sigrað tvo og tapað tveimur. Fjölnir tapaði í síðustu umferð á heimavelli gegn ÍR.
Við hvetjum alla til að fjölmenna á Ásvelli í kvöld og hvetja strákana áfram til sigurs, með góðri byrjun í 1.deildinni getur allt gerst.
Leikurinn mun einnig vera sýndur á HaukarTV (Ef veður og allt leyfir)
Áfram Haukar!