Haukar – Fjölnir í kvöld kl. 19:15

Hjálmar hefur verið að spila vel í byrjun mótsHaukar taka á móti Fjölni í þriðju umferð Dominos deildar í Schenkerhöllinni í kvöld kl. 19:15

Haukarnir geta endurheimt toppsætið með sigri en það yrði þá þriðji sigurleikur liðsins í röð. Strákarnir byrjuðu mjög vel í sínum fyrsta heimaleik á mót Grindavík og unnu þar sannfærandi 20 stiga sigur á Grindvíkingum. Í annarri umferð var farið á mjög erfiðan útivöll, Hólminn, og þar vannst baráttusigur í hörkuleik. Þetta var fyrsti sigurleikur Haukanna í Stykkishólmi síðan 2002 og var kominn tími til

Haukaliðið er skipað ungum og efnilegum leikmönnum í ár og hafa verið að spila hraðan og „áhorfandavænan“ bolta og því hvetjum við alla stuðningsmenn að mæta og styðja liðið til sigurs.

Fjölnisliðið hefur tapað báðum leikjum sínum í upphafi móts en þeir hafa á að skipa ungu liði sem getur bitið vel frá sér og því þurfa Haukarnir að mæta grimmir og vel stemmdir til leiks.

 Grillið verður auðvitað á sínum stað og því er tilvalið að mæta með fjölskylduna tímanlega og hittas og ræða málin.

Ef tæknin bregst ekki þá mun verða kynning á Hauka liðinu fyrir leik á pallinum og því tilvalið að mæta tímanlega, fá sér börger og hita vel upp fyrir skemmtun kvöldsins.

Haukar – Fjölnir í kvöld kl. 19:15

Kári kemur aftur inn eftir meiðsliMfl. karla í körfu tekur á móti Fjölni í kvöld kl. 19:15.

Þetta er þriðji leikur strákanna í lengjubikarnum og hafa Haukarnir þegar tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum úr A riðli ásamt Fjölni en Grindavík og Valur sitja eftir í riðlinum. 

Leikurinn er mjög mikilvægur þar sem þetta er leikur um fyrsta sætið í A riðli. Fyrsta sætið gefur heimaleik í 8 liða úrslitum og því mikilvægt fyrir strákana að koma vel stemmdir til leiks.

 

Haukarnir hafa verið að bæta sinn leik jafnt og þétt síðustu vikurnar og byrjuðu á nokkuð þægilegum heimasigri á móti Val. Haukarnir gerðu síðan góða ferð til Grindavíkur þar sem þeir lögðu sterkt lið heimamann með minnsta mun, en hinn ungi og efnilegi leikmaður Haukaliðsins, Hjálmar Stefánsson, tryggði eins stigs sigur með tveim vítaskotum er leiktíminn var liðinn.

 

Allt Haukaliðið átti mjög góðan leik í Grindavík og má búast við þeim vel stemmdum í kvöld og hvetjum við stuðningsmenn Hauka að mæta í kvöld og styðja vel við bakið á strákunum.