Haukar taka á móti Fjölni í þriðju umferð Dominos deildar í Schenkerhöllinni í kvöld kl. 19:15
Haukarnir geta endurheimt toppsætið með sigri en það yrði þá þriðji sigurleikur liðsins í röð. Strákarnir byrjuðu mjög vel í sínum fyrsta heimaleik á mót Grindavík og unnu þar sannfærandi 20 stiga sigur á Grindvíkingum. Í annarri umferð var farið á mjög erfiðan útivöll, Hólminn, og þar vannst baráttusigur í hörkuleik. Þetta var fyrsti sigurleikur Haukanna í Stykkishólmi síðan 2002 og var kominn tími til
Haukaliðið er skipað ungum og efnilegum leikmönnum í ár og hafa verið að spila hraðan og „áhorfandavænan“ bolta og því hvetjum við alla stuðningsmenn að mæta og styðja liðið til sigurs.
Fjölnisliðið hefur tapað báðum leikjum sínum í upphafi móts en þeir hafa á að skipa ungu liði sem getur bitið vel frá sér og því þurfa Haukarnir að mæta grimmir og vel stemmdir til leiks.
Grillið verður auðvitað á sínum stað og því er tilvalið að mæta með fjölskylduna tímanlega og hittas og ræða málin.
Ef tæknin bregst ekki þá mun verða kynning á Hauka liðinu fyrir leik á pallinum og því tilvalið að mæta tímanlega, fá sér börger og hita vel upp fyrir skemmtun kvöldsins.