Haukar – Fjarðabyggð á laugardaginn

2.umferðin í 1.deild karla verður leikinn um næstu helgi en hún hefst á morgu, föstudag. Haukar munu þó leika gegn Fjarðabyggð á laugardaginn á Ásvöllum og hefst sá leikurinn klukkan 14:00.

Fjarðarbyggð töpuðu fyrir Aftureldingu á Eskifirði í 1.umferð, 1-0, á meðan Haukar sigruðu Leikni 2-0 í Egilshöll með mörkum frá Guðjóni Pétri Lýðssyni og Andra Janusson. Liðin spiluðu tvo leiki í fyrra, sá fyrri fór fram á Eskifirði og endaði hann 2-2 en hann var einnig háður í annari umferð eins og leikurinn á laugardaginn. Seinni leikur sem fór fram á Ásvöllum endaði hins vegar 2-4 fyrir Fjarðarbyggð.

Fjarðarbyggð misstu Sveinbjörn Jónasson, sinni aðalmarkaskorara, til Grindavíkur fyrir tímabilið, einnig misstu þeir David Hannah og Guðmund Atla Steinþórsson sem voru mikilvægir hjá liðinu í fyrra. Þeir hafa þó fengið nokkra leikmenn en eru ekki með eins sterkt lið og í fyrra. Fótbolti.net spáði þeim 11.sætinu og telja að Fjarðarbyggð falli.

Eins og fyrr hefur komið fram þá unnu Haukar nokkuð sannfærandi sigur á Leikni í fyrstu umferð og koma því fullir sjálfstrausts í leikinn á laugardaginn. Nokkrir menn glíma við meiðsli í liðinu en Hilmar Trausti Arnarsson er búinn að vera meiddur og var til að mynda ekki með á móti Leikni, það er því enn óvíst með þáttöku hans í leiknum. Þá fékk Pétur Örn Gíslason þungt höfuðhögg í leiknum gegn Leikni en hann verður líklega með á laugardaginn.

Dómari leiksins verður enginn annar en Vilhjálmur Alvar Þórarinsson en honum til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Pétur Guðmundsson. Eftirlitsmaður KSÍ verður á staðnum en hann er enginn annar en Einar K. Guðmundsson.

Spáin fyrir laugardaginn er nokkuð góð. Mikið hefur verið um rok hér á landi síðustu daga en það ætti að breytast fyrir leikinn á laugardaginn og því mætti búast við mun hægari vindi á laugardaginn en eins og flestir vita er oftar en ekki logn og fínt veður á Ásvöllum og það ætti ekki að vera nein breyting þar á, á Ásvöllum. Veðurspáin er því nokkuð góð eins og fyrr segir.

Við hvetjum alla Haukamenn til að mæta á fyrsta heimaleik liðsins í sumar á laugardaginn.

Áfram Haukar!

Mynd: Mun Andri Janusson skora annan leikinn í röð á laugardaginn gegn Fjarðabyggð ?

Þórarinn Jónas Ásgeirsson og Arnar Daði Arnarsson skrifuðu.