Haukar – Flensburg Bein textalýsing

Í kvöld klukkan 19:30 á Ásvöllum mætast Haukar og Flensburg í 4.umferð Meistaradeildarinnar í handknattleik. Leikurinn verður lýstur hér í beinni textalýsingu.

Bæði lið eru með fjögur stig eftir þrjá leiki í 2. og 3. sæti F-riðils. MKB Veszprém eru efstir í riðlinum með sex stig en ZTR Zaporozhye reka lestina með 0 stig.

Veszprém og Zaporozhye eru búnir með fjóra leiki í riðlinum en Veszprém sigraði Zaporozhye í Ungverjalandi fyrr í dag með ellefu mörkum 33-22.

 

Ekki verður meira skrifað á næstu mínútum, svo þið getið gert eitthvað annað 🙂  takk fyrir lesturinn.

Leiknum er lokið með sigri Flensburgar, 34-25.

59:34: Sigurbergur með skot í stöng. 

Sigurbergur með skot sem Meyer ver. Hans fyrsta varið skot.

58:10: Torge skorar úr hraðarupphlaupi, en Haukar vildu fá dæmdan fót.

57:42: Sigurbergur með skot í vörnina og yfir, horn.

56:48: Flensburg missa boltann og Haukar í sókn, en Gísli á skot sem er varið. Birkir nær boltanum af Flensburg.

Það er frábært að sjá hversu margir áhorfendur létu sjá sig í dag. En leikurinn er hafinn.

56:00: Skot yfir hjá Flensburg, en Haukar missa boltann . Flensburg tekur leikhlé.

Birkir Ívar ver, Stefán Rafn fer í gegn en klikkar, Haukar ná frákastinu og Stefán Rafn fer aftur í gegn og skorar, 25-33.

Og Pétur Pálsson skorar, 23-33 og Stefán Rafn Sigurmannsson skorar í hraðarupphlaupi, 24-33.

54:25: Stefán Rafn Sigurmannsson er kominn inn á sínum fyrsta Meistaradeildarleik.

53:31: Pétur Pálsson fer í hraðarupphlaup en það er brotið á honum, en ekkert dæmt og Flensburg skorar, Jacob Heinl með sitt fyrsta mark.

52:52: Gísli Jón Þórisson skorarar úr hægri skyttunni. 22-32.

52:20: Sigurbergur gefur á Thomas Mogensen sem fer í hraðarupphlaup og skorar, 21-32.

51:36: Lasse Boesen skorar úr vinstra horninu.

50:36: Oscar Carlen með skot langt yfir en Haukar missa boltann . Flensburg í sókn.

50:03: Lasse Hansen vippar í slá og Freyr Brynjarsson skorar úr hraðarupphlaupi, 21-30.

49:17: Dæmt sóknarbrot á Hauka, Flensburg í sókn.

48:07 Sigurbergur vippar í slá, og Lasse Hansen skorar úr hraðarupphlaupi, 20-30. 

47:03: Sigurbergur með skot langt yfir og Michael Knudsen skorar úr hraðarupphlaupi. 20-29.

45:15: Lars Chirstiansen skorar úr horninu og Lasse Hansen skorar og Thomas Mogensen. 20-28.

44:55: Andri Stefan svarar, 20-25.

44:34: Arnar Jón gefur beint í hendurnar á Flensburg og Thomas Mogensen skorar úr hraðarupphlaupi.

43:59: Sigurbergur á skot að marki, en brotið á honum, en Oscar Carlen er rekinn útaf og Haukar halda boltanum.

43:18: Gunnar Berg á tvö skot í röð beint á Beutler.

42:34: Haukar vinna boltann og eru í sókn.

41:56: Pétur Pálsson skorar af línunni, 19-24.

41:21: Lasse Hansen skorar sirkus mark, Gísli Guðmundsson kominn í markið hjá Haukum

40:37: Sigurbergur skorar, stöngin inn. Loksins loksins.. sjö mínútur síðan þeir skoruðu síðast.

40:10: Einu færri skorar Thomas Mogensen, 17-23, það gengur lítið sem ekkert upp.

39:41: Arnar Jón kemst í gegn en á skot framhjá en dæmt viti, Sigurbergur fer á vítapunktinn en skýtur í stöng.

39:24: Gunnar Berg á missheppnaða sendingu á línuna og Lasse Hansen brunar upp í hraðarupphlaup, 17-22. 

39:07: Michael Knudsen er rekinn af velli.

38:32: Arnar Jón Agnarsson á skot framhjá og Thomas Mogensen skorarar, 17-21.

Pétur Pálsson er kominn inná línuna en þð er brotið á honum.

Arnar Jón Agnarsson er kominn inn á í fyrsta sinn í leiknum.

37:48: Lasse Hansen nær boltanum af Haukum og fer í hraðarupphlaup og skorar, 17-20. Aron Kristjánsson tekur leikhlé.

37:00: Andri með skot í vörnina, Christiansen í hraðarupphlaup og skorarar, 17-19.

36:43: Birkir ver 

35:48: Sigurbergur með skot i vörnina, Flensburg í sókn

35:16: Muratovic skorar, 17-18

34:48: Sigurbergur með misheppnaða sendingu í innkast

34:00: Christiansen skorar úr vítinu, 17-17. Haukar í sókn, einum færri.

33:56:  Birkir ver frá Michael Knudsen, en dæmt er víti og fer Gunnar Berg útaf í 2 minútur. 

33:00: Beutler ver frá Gunnar Berg, og Birkir ver frá Muratovic. Freyr skorar úr vinstra horninu, 17-16.

32:00: Oscar Carlen skorar með úr hægri skyttunni, 16-16.

31:30: Sigurbergur skorar með skoti fyrir utan, 16-15.

30:13: Misheppnuð sending frá Andra á línuna og Mogensen fer i hraðarupphlaup og skorar.

30:00: Leikurinn er hafinn

Haukar munu hefja leik í seinni hálfleik.

Leikmenn beggja liða eru komin úr búningsklefunum og því ætti leikurinn að fara byrja á næstu mínútum…

Markaskorunin í fyrri hálfleik er eins og hér segir;
Haukar;

Pétur Pálsson    
Freyr Brynjarsson   2
Andri Stefan   3
Arnar Pétursson    
Elías Már Halldórsson    
Sigurbergur Sveinsson   6
Arnar Jón Agnarsson    
Gísli Jón Þórisson    
Gunnar Berg Viktorsson   3
Stefán Rafn Sigurmannsson  
Einar Örn Jónsson    
Kári Kristján Kristjánsson   1

Flensburg

Oscar Carlen   1
Thomas Mogensen   1
Lasse Svan Hansen   4
Johnny Jensen    
Lars Christiansen   2
Ljubomir Vranjes    
Torge Johannsen   1
Jacob Heinl    
Lasse Boesen   1
Alen Muratovic   3
Michael Knudesen   1

 

30:00 Lars Christiansen skorar á síðustu sekúndum leiksins, kol ólöglegt mark, en hann var innfyrir punktalínu þegar aukakastið var tekið. 15-14.

29:31: Sigurbergur skítur en Beutler ver en Freyr kastar sér á boltann og skorar. 15-13.

28:31: Torge skorar fyrsta mark sitt. 14-13

28:00: Sigurbergur skorarar enn og aftur eftir að hafa tekið vörn Flensburgar í xxxxxx

27:31: Gunnar Berg klikkar, Chirstiansen fer í hraðarupphlaup en kastar í innkast.

27:00: Thomas Mogensen skorarar með skoti fyrir utan, 13-12.

Glæsileg vörn hjá Haukum, en Haukar eru einum manni fleiri.

26:00: Sigurbergur skorar með undirhandarskoti, 13-11.

25:40: Vranjes rekinn útaf.

25:00: Haukar ná boltanum, en brotið var á þeim hraðarupphlaupinu. Haukar í sókn..

24:30: Freyr Brynjarsson kastaði sér eftir boltanum og náði honum, gaf fram á Elías Má sem fekk boltann í fótinn, Flensburg í sókn.

23:48: Gunnar Berg skorar sitt þriðja mark, en Beutler var í boltanum. 12-11.

22:55: Alen skorar úr hraðarupphlaupi eftir að Kári náði ekki sendingu frá Sigurbergi. 11-11.

22:14: Lasse Boesen nýkominn inn á og skorar sitt fyrsta mark af línu. 11-10.

21:54: Gunnar Berg vinnur boltann, en dæmt er brot. Aron Kristjánsson er ekki sáttur og fær að líta gula spjaldið.

21:25: Kári Kristján skorar glæsimark, en hann kastar boltanum aftur fyrir sig. 11-9. 

20:15: Sigurbergur  skorar sitt fjórða mark. 10.8. Flensburg í sókn , Alen Murotovic skorar. 10-9.

19:30: Haukar eru með boltann… En dæmt var sóknarbrot á Flensburg.

18:56: Birkir ver frá Christiansen, Sigurberg skorar. 9-8. Níu mínutuna bið eftir marki frá Haukum er því á enda.

Kári Kristján reddaði þessu og hefur teypað góða línu á völlinn. Staðan er 8-8. Og klassa mæting er á Ásvelli í dag.

19:02: Blái dúkurinn hefur flagnað upp… leikurinn er stop.

18:00: Beutler ver frá Gunnari Berg, Flensburg með boltann.

17:38: Lasse Hansen er rekinn útaf, en enginn veit afhverju… fínt að kæla hann aðeins niður.. hann er kominn með helming mark Flensburgar.

17:00: Lasse Hansen skorar sitt fjórða mark, nú af línu. 8-8.

16:30: Beutler ver frá Andri Stefan, það mætti segja að Beutler væri dottinn í stuð!

16:14: Það er heitt í hamsi…

16:00: Sigurbergur skítur en Beutler ver, og Lasse Hansen skorar. 8-7.

15:00: Lasse Hansen skorar úr hægra horninu, „vippar“ yfir Birki. 8-6.

14:44: Kári Kristján jarðar Vrjanes.

14:00: Haukar missa boltann. Jafnt í liðum.

12:58: Carlen með skot í stöng , Freyr nær boltanum en slök sending fram á við og Flensburg keyra í sókn en dæmt skref. Haukar fá boltann.

12:30: Andri með skot sem Beutler ver.

11:50: Alen Muratovic skorar með skoti fyrir utan. 8-5.

11:35: Sigurbergur rekinn útaf fyrir fót.

Sænski leikstjórnandinn, Vranjes er kominn innaá. 

10:52: Birkir ver, Elías fer í gegn en skítur í jörðina o gyfir. 

Per Carlen þjálfari Flensburgar, lýst ekkert á þetta og tekur leikhlé.

10:10: Frábær vörn hjá Haukum, ekkert gengur hjá Flensburg. Haukar ná boltanum, Freyr í hraðarupphlaup og skorarar. 8-4.

9:33: Andri Skorar með skoti fyrir utan teig, 7-4.

9.00: Dæmt sóknarbraut og Haukar í sókn. En brotið var á Frey í hraðarupphlaupinu.

8:20: Gunnar Berg skorar aftur fyrir utan, 6-4. Jafnt í liðum.

7:00: Gunnar Berg skorar, en Lasse Hansen svarar í hægra horninu, 5-4.

Það er frábær stemming, og nánast fullt hús.

6:38: Freyr fiskar boltann, fer í hraðarupphlaup en Beutler skorar. Haukar eru enn einum færri. 4-3.

6:24: Sóknarleikur Flensburgar er afarhraður, og Arnar Pétursson er vikinn af velli. 

5:30: Andri Stefan með skot að marki en Beutler ver, en Kári nær boltanum og fríkast. Andri Stefan skorar, 4-3.

5:00: Sigurbergur kemst í gegn en skot hans yfir, Oscar Carlen skorar strax. 3-3.

4:24: Michael Knudsen skrorar fyrir utan, 3-2. Haukar í sókn.

3.54: Einum færri fiskar Andri Stefan víti. Sigurbergur skorar sitt annað mark. 3-1.

3:25: Birkir ver frá Lars Christiansen úr vinstra horninu. 2-1.

3:00: Andri Stefan skorar með undirhandarskoti, 2-1. 

2.20: Lars Christiansen skorar úr vítinu 1-1.

2.18: Freyr Brynjarsson fær 2 mínútur og Flensburg fær víti

2.mínúta: Sigurbergur með fyrsta markið, 1-0

1.mínúta: Birkir varði fyrsta skot sitt, Haukar í sókn 0-0

19:30: Leikurinn er hafinn og byrjar Flensburg með boltann

19:28: Búið að er kynna bæði lið og fer leikurinn að hefjast.

19:22: Fyrir þá sem hafa mikin áhuga á dómurum, þá eru dómarar leiksins þeir Rickaard Canbroe og Mikeael Claessonen þeir koma frá Svíþjóð.

19:20: Verið er að kynna inn dómarana og lið Flensburgar…

19:15: Fólk streymir inn í húsið og strax, korter fyrir leik orðin betri mæting en hefur verið á heimaleikjum Hauka í Meistaradeildinni.

19:02: Það er fjölmenn sveit Þjóðverja komin til landsins en í kringum 30 manns komu með liðinu.

18:57: Nú erum u.þ.b. hálftími í leik og liðin komin út á völl og farin að hitta upp. Það er ljóst að Flensburg mun einungis leika með 13 leikmenn í dag. 

Lið Flensburgar í dag er svona skipað;

Dan Beutler
Jendrik Meyer
 
Oscar Carlen
Thomas Mogensen
Lasse Svan Hansen
Johnny Jensen
Lars Christiansen
Ljubomir Vranjes
Torge Johannsen
Jacob Heinl
Lasse Boesen
Alen Muratovic
Michael Knudesen

Engar breytingar eru á leikmannahópi Hauka frá síðasta leik gegn FH;

Gísli Guðmundsson
Birkir Ívar Guðmundsson
 
Pétur Pálsson
Freyr Brynjarsson
Andri Stefan
Arnar Pétursson
Elías Már Halldórsson
Sigurbergur Sveinsson
Arnar Jón Agnarsson
Gísli Jón Þórisson
Gunnar Berg Viktorsson
Stefán Rafn Sigurmannsson
Einar Örn Jónsson
Kári Kristján Kristjánsson