HAUKAR fyllum Ásvelli

SammiKæru Haukafélagar!
Næstu vikur verða einstakar í sögu Hauka, þar sem flest bendir til að öll fjögur meistaraflokkslið Hauka í hand- og körfubolta verði í úrslitakeppnum nú í vor!
Á morgun föstudag 19.mars kl: 19:15 hefur okkar kornunga og stórefnilega karlalið í körfunni baráttuna með leik við reynslu mikið lið Keflavíkur. Liðið okkar sem skipað er að mestu strákum 17-23 ára sem uppaldir eru innan Hauka náðu í vetur besta árangri Hauka í karlakörfunni í 12 ár.

Strákarnir eru staðráðnir í að taka næsta skref og komast í 4 liða úrslitin og hafa alla burði til þess, eftir að hafa unnið leiki gegn öllum sterkustu körfuboltaliðum landsins í vetur.

Nú þurfa allir Haukafélagar að sameinast um að styðja meistaraflokksliðin okkar í þeirri miklu baráttu sem framundan er. Með miklum stuðningi Hauka fjölskyldunnar verður barátta okkar liða á vellinum kraftmeiri.

Vil hvetja alla HAUKAMENN til að hefja baráttuna með strákunum í körfunni og fylla Ásvelli og styðja strákana til sigurs þeir eiga það skilið eftir frábæra spilamennsku í vetur.

Samúel Guðmundsson
Formaður Hauka