Grindvíkingar koma í heimsókn í Schenkerhöllina í dag, fimmtudaginn 3. des. og hefst leikurinn kl. 19:15.
Haukarnir unnu Þór Þ. í síðustu umferð örugglega á útivelli með 18 stigum og náðu að svara eftir slakan heimaleik á móti Stjörnunni í leiknum á undan. Strákarnir spiluðu gríðarlega vel, jafnt í sókn sem vörn. Gott flæði var í sókninni og vörnin grimm. Haukarnir hafa unnið 5 leiki og tapað þrem og sitja í 3-5 sæti í Dominos deildinni.
Grindvíkingar lágu heima í síðasta leik á móti KR en höfðu þar á undan lagt Þór Þ. í jöfnum og spennandi leik. Grindvíkingar eru með þétt lið og mikla reynslu innan sinna raða. Grindvíkingar hafa unnið 4 og tapað 4 og sitja í 6-8 sæti deildarinnar.
Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið og með sigri geta Haukarnir styrkt stöðu sína við toppinn en Grindvíkingar geta jafnframt komið sér í efri hlutann með sigri.
Við hvetjum því allt Haukafólk til að mæta í Schenkerhöllina og hvetja strákana til sigurs.
Mæta snemma, fá sér börger hjá Gunna.