Haukar fá Grindavík í heimsókn föstudaginn 13. janúar, og hefst leikurinn kl. 19:15 í Schenkerhöllinni.
Haukastrákarnir hafa verið að spila nokkuð vel í síðustu leikjum en það hefur vantað smá uppá einbeitingu í lokin hjá liðinu og hafa þeir ekki náð að klára leiki.
Nú hafa tapast fjórir leikir sem hafa farið í framlengingu og tveir aðrir á síðustu mínútunni.
Það er því ljóst að strákarnir þurfa góðan stuðning núna og einnig ljóst að áhorfendur verða ekki sviknir á því að mæta og horfa á leiki með liðinu.
Liðið spilar skemmtilegan og hraðan körfubolta og hafa lang flestir leikirnir verið spennandi fram á síðustu sekúndu.
Strákarnir eru ákveðnir í því að ná sigri í þessum mikilvæga leik og því hvetjum við allt Haukafólk til að mæta vel í stúkuna og láta vel í sér heyra.