Haukar – Grindavík í kvöld, miðvikudag, kl. 19:15

mariaStórleikur er í Dominos deild kvenna í kvöld, miðvikudaginn 16 mars kl. 19:15, er Grindavíkurstúlkur mæta í Schenkerhöllina.

Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, Haukar þurfa að vinna til að halda efsta sætinu og Grindvíkingar þurfa einnig á sigri á halda til að halda fjórða sætinu í deildinni, því siðasta sem gefur sæti í úrslitakeppninni.

Haukastúlkur hafa unnið tvo mikilvæga sigra í röð, heima á móti Snæfell og úti á móti Keflavík og hafa náð efsta sætinu af Snæfell og leiða baráttuna um deildarmeistaratitilinn. Leikurinn í kvöld verður örugglega hörku leikur tveggja góðra liða en Haukar eiga harma að hefna á móti Grindavík, þar sem Grindvíkingar slóu Hauka liðið út úr bikarkeppninni.

Grindvíkingar eru með gríðarlega vel mannað lið og eru með 7 stúlkur sem hafa verið í landsliðinu og því er ljóst að leikurinn í kvöld verður erfiður fyrir Haukana. Haukastelpurnar hafa aftur á móti verið að spila vel eftir hrókeringar í leikmanna- og þjálfaramálum liðsins og má því búast við að þær komi ákveðnar til leiks í kvöld.

Við hvetjum allt Haukafólk til að mæta í Schenkerhöllina í kvöld og hvetja liðið til sigur.