Haukastúlkur fá Grindavíkurstúlkur í heimsókn í Schenkerhöllin miðvikudaginn 9. nóv. og hefst leikurinn kl. 19:15.
Haukarnir töpuðu síðasta útileik á móti Njarðvík og sitja í 6-7 ásamt Grindavík með tvo sigra. Báðir sigrar stelpnanna hafa komið á heimavelli og má því búast við að stelpurnar mæti grimmar til leiks og ætli sér þriðja heimasigurinn og einnig að komast yfir Grindvíkinga.
Stelpurnar þurfa stuðning, liðið er ungt og óreynt. Liðið hefur misst sjö af leikjahæstu leikmönnum síðasta tímabils, en auk þess hefur leikstjórnandi liðsins, Þóra, verið meidd en búast má við að hún komi fljótlega til baka. Stelpurnar hafa staðið sig vel það sem af er og hvetjum við Haukafólk til að mæta á leikinn og hvetja þær áfram í baráttunni.
Áfram Haukar.