Meistaraflokkur kvenna í handbolta leikur á laugardag sinn fyrsta leik á nýju ári og fyrsta leik í deildinni eftir langt jóla og landsliðsfrí. Það eru Gróttustúlkur sem koma í heimsókn í Schenkerhöllina og því um stórleik að ræða en þessi lið hafa leikið marga stórleikina undanfarið ár.
Liðin hafa einu sinni áður mæst á þessu tímabili en Haukastúlkur höfðu þá betur á útivelli 29 – 25 eftir að hafa verið undir í hálfleik 15 – 13. Fyrir leikinn eru Haukastúlkur í 3. sæti deildarinnar með 12 stig eftir 10 leiki en Grótta er í 6. sæti með 6 stig eftir leikina 10.
Það er því um að gera fyrir Haukafólk að fjölmenna í Schenkerhöllina kl. 18.00 á laugardag og styðja Haukastúlkur í toppbaráttunni því það verður hart barist um hvert sæti í deildinni í seinni hluta tímabilsins.