Haukar halda áfram á sigurbraut, 9-1 í seinustu 10 leikjum

Haukastúlkur fengu loksins afhenda nýju búningana sína í dag og voru þær svo ánægðar með það að þær splæstu í 22 stiga sigur og meiriháttar frammistöðu frá hverjum og einum leikmanni. Njarðvík áttu aldrei séns og lokatölur leiksins 64-86.

Lele Hardy átti tröllaleik að venju og Margrét Rósa, Gunnhildur og Lovísa með um eða yfir 10 stig. Þá er ekki hægt að sleppa því að minnast á frammistöðu Dagbjartar sem var með 14 stig og 100% skotnýtingu.
Haukaliðið allt var reyndar með mjög góða skotnýtingu fyrir innan þriggjastigalínuna eða 63%.

Tölfræði leiksins
Umfjöllun um leikinn á Karfan.is