Það verður mikið um að vera hjá meistaraflokksliðum Hauka í handbolta á morgun, laugardag, en þá halda bæði liðin á Hliðarenda og keppa þar við Val. Stelpurnar byrja fjörið kl. 16:00 þegar að þær spila hreinan úrslitaleik um að komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn og má búast við harðri baráttu eins og hefur verið í öllu einvíginu.
Strákarnir spila svo sinn leik kl. 18:00 þegar að þeir spila fyrsta leik sinn í úrslitakeppninni en Valur og Haukar lentu í 4. og 5. sæti Olís-deildarinnar og má því búast við sannkölluðum úrslitakeppnisleik þar sem að allt verður lagt í sigurinn.
Rútur verða í boði fyrir stuðningsmenn Hauka og fara þær kl. 15:15 frá Ásvöllum og um að gera fyrir allt Haukafólk að nýta sér það því að búast má við því að bílastæðin verið af skornum skammti við Hlíðarenda á laugardaginn. Þetta eru leikir sem einginn vill missa af en Haukaliðin hafa spilað vel í vetur og eiga skilið stuðning alls Haukafólks. Áfram Haukar!