Haukar heimsækja HK á morgun

Óskar Ármannsson er aðstoðarþjálfari HaukaOlísdeild karla heldur áfram á morgun og Haukapiltar heimsækja lið HK í Digranesið. Leikurinn hefst kl. 19:30. Haukar eru efstir í deildinni með 25 stig en HK liðið rekur lestina með 3 stig og blasir fall við liðinu. HK menn skiptu á dögunum um þjálfarateymi til að reyna að fríska upp á leik liðsins og í síðasta leik náðu þeir að stríða Valsmönnum og eru sýnd veiði en ekki gefin. Haukar hafa spilað tvisvar við HK í vetur og unnið báða leikina. Fyrri leikurinn fór fram á Ásvöllum 7. nóvember s.l. og þá unnu Haukar 29 – 21 (12 – 7). Síðari leikurinn var í Digranesi 13. febrúar s.l. og unnu Haukar þann leik 16 – 22 ( 7 – 12).

Mætum öll og styðjum Hauka til sigurs.

Áfram Haukar!