Strákarnir tryggðu sér áframhaldandi þátttöku í 16-liða úrslitum Evrópubikarsins um helgina. Haukastrákarnir sigruðu liðið KUR frá Azerbaijan í tveimur leikjum. Fyrri leikur liðanna endaði 30-25 og sá síðari 27-38. Samanlagt sigruðu Haukar einvígið 68-52. Glæsilegur árangur hjá þeim! Dregið verður í næstu umferð á föstudaginn 6. desember. Næsta umferð í Evrópubikarnum fer fram í febrúar.
Næsti leikur hjá strákunum er á Ásvöllum föstudaginn 6. desember klukkan 18:00. Þá taka strákarnir á móti KA.
Sjáumst á vellinum.