Við viljum vekja athygli á því að Haukar í horni – handbolti þurfa að vera með Stubbur appið í farsíma sínum og virkja miða í hvert skipti sem farið er á heimaleik á Hauka í horni aðganginum. Sýna við innganginn þegar aðgöngumiðinn er virkjaður. Sjá leiðbeiningar hér að neðan hvernig kortið er virkjað.
Einnig þarf að sýna Hauka í horni árskortið við afgreiðslu veitinga uppá palli á heimaleikjum. Ef það er ekki til staðar þarf viðkomandi að greiða fyrir veitingar samkvæmt auglýstu verði hverju sinni.
Ef einhver áhangandi Hauka – handbolti “telur” sig vera Haukur í horni en ekkert kort er í Stubb appinu þá þarf viðkomandi að setja sig í samband við asdis@haukar.is eða í síma 525 8707 og fá staðfest að virk greiðsluleið sé til staðar. Ástæður geta verið ýmsar að svo sé ekki, svo sem að viðkomandi hafi fengið nýtt greiðslukort.
Mjög auðvelt er fyrir þá sem hafa áhuga á að gerast félagar í Haukar í horni – handbolti. Fara inná haukar.is/handbolti/haukar-i-horni, Þar eru allar upplýsingar um hvaða áskriftarleiðir eru í boði.
Nánari upplýsingar um appið Stubbur.
- Tengja símanúmer (Stillingar á forsíðu, efst til hægri).
- Velja viðburð.
- Velja miða.
- Velja Árskortið sem greiðsluleið.
- Sækja frímiða með árskorti.
Virkar kannski nokkuð flókið fyrir suma en um að gera að reyna hvernig það er að kaupa miða með árskorti.
Kortið sést svo undir: Stillingar (þrjú strik uppi hægra megin) á forsíðu Stubb appsins – Kortin mín.
Ath. sérstaklega. Það er einungis hægt að kaupa einn ársmiða í einu, þannig ef það þarf að kaupa fleiri en einn miða td. einn ársmiða og annan miða, þá þarf að gera það í tveimur skrefum.
Með bestu kveðju – Áfram Haukar.