Haukar – ÍR í kvöld kl. 19:15

brandonBreiðhyltingar mæta í heimsókn í Schenkerhöllina í kvöld og munu etja kappi við heimamenn í Dominos deild karla í kvöld kl. 19:15.

Haukarnir hafa verið að stíga aftur upp eftir slakan janúarmánuð og hafa núna unnið tvo leiki í röð, á móti Tindastól heima og svo FSU á útivelli. Síðasti leikur, á móti FSU, var mjög góður af hálfu Hauka og var hittni liðsins til fyrirmyndar. Strákarnir spiluðu saman sem lið og létu boltann ganga vel í sókn sem skilaði sér í yfir 20 stiga sigri. Nánar er hægt að lesa um leikinn á heimasíðu FSU: http://fsukarfa.is/index.php/281-haukar-i-oellum-hornum

Breiðhyltingar eiga harma að hefna eftir síðasta leik, er Haukar unnu með 52 stigum og hafa sagt það í fjölmiðlum að þeir ætli að taka bæði stígin í þessum leik og að þetta sé leikurinn sem þeir hafa beðið eftir, til að sýna hvað í þeim býr. Haukarnir eru aftur á móti komnir á skrið og ætla að halda sigurgöngunni áfram og sýna áhorfendum flottan leik í kvöld.

Með sigri geta Haukar komist í fjórða sætið í deildinni en deildin hefur sjaldan verið eins jöfn og spennandi og núna í vetur og er gríðarleg barátta um að tryggja sér heimavallarétt og að komast í úrslitakeppnina.

Við hvetjum alla að mæta snemma í Schenkerhöllina í kvöld og fá sér gæða hamborgara fyrir leik.

Áfram Haukar